Halldór stýrir Barein á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2020 10:31 Halldór Sigfússon tók við karlaliði Selfoss fyrir þetta tímabil. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland. HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti