Flóttabörnin sem ekki fá að tala Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 16:01 Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun