Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 11:00 Alfons Sampsted í baráttu við Franck Kessie í leik Bodø/Glimt og AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn