Tekst á við enn eina krísuna Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 12:23 Janet Yellen yrði fyrsta konan til að sinna embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49