Vel gert foreldrar! Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:00 Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun