Lögreglan stefnir Sjóvá vegna tjóns sem varð vegna ofsaaksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 06:36 Sjóvá hafnar bótaábyrgð í málinu og hefur úrskurðarnefnd vátryggingarmála fallist á sjónarmið tryggingafélagsins. Lögreglan leitar hins vegar réttar síns fyrir dómstólum. Vísir/Hanna Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir. Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að réttaróvissa ríki um ábyrgð á því tjóni sem verður á lögreglubílum þegar ökumönnum er veitt eftirför eða þeir stöðvaðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Lögreglan vilji að tjónið verði bætt í gegnum ábyrgðartryggingu ökumanns en tryggingafélagið hafni bótaáabyrgð þar sem lögreglan valdi tjóni af ásetningi. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan verði að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því hlutverki hennar að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan lítur engu að síður áfram svo á að tryggingafélagi ökumannsins beri að bæta tjónið og hefur sérstaklega vísað til 15. greinar og 19. greinar lögreglulaga. Sú fyrri kveður á um að lögreglu sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana á kostnað manns til þess að koma í veg fyrir að óhlýðni hans stofni almenningi í hættu eða valdi tjóni. Síðarnefnda greinin kveður á um skyldu almennings að hlýða fyrirmælum lögreglu. Að því er segir í Fréttablaðinu leitast ríkislögreglustjóri við það með málshöfðun sinni nú að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni lögreglunnar af aðgerðum sem þessum. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur gagnaöflun nú yfir.
Dómsmál Tryggingar Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira