Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 16:21 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir engin smit hafa komið upp í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar í tilkynningu. Smitin sem Rögnvaldur tjáði Vísi að hefðu komið upp í Kringlunni voru á meðal starfsmanna á skrifstofu.Vísir/Baldur Hrafnkell Vísir hafði eftir Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrr í dag að einhverjir starfsmenn í Kringlunni hefðu veikst. Ekki væri vitað hvernig þau tilvik væru komin upp. „Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það,“ segir Sigurjón Örn í fréttatilkynningu. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, tjáði Vísi nú síðdegis að kórónuveirusmit sem rakið væri til Kringlunnar hefði komið upp hjá tveimur starfsmönnum á skrifstofu í Kinglunni. Smitrakning stæði enn yfir en ekkert sem bendi til þess að smit tengdist verslun í Kringlunni. Grímuskylda er í Kringlunni, bæði á göngugötum og í verslunum.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir í tilkynningu að sóttvarnir séu í hæsta forgangi í Kringlunni og reglum um sóttvarnir hafi verið fylgt í hvívetna. Nefnir hann grímuskyldu í göngugötu og verslunum, sprit við alla innganga verslana og víðar auk þess sem þrif hafi verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. „Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð,“ segir í tilkynningunni. Rögnvaldur mælti með því á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk nýtti netið til verslunar. Sigurjón bendir á að vöruúrval margra verslana megi nálgast á vef Kringlunnar, tilboðin séu þau sömu og flestar verslanir bjóði upp á heimsendingu. Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar í tilkynningu. Smitin sem Rögnvaldur tjáði Vísi að hefðu komið upp í Kringlunni voru á meðal starfsmanna á skrifstofu.Vísir/Baldur Hrafnkell Vísir hafði eftir Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrr í dag að einhverjir starfsmenn í Kringlunni hefðu veikst. Ekki væri vitað hvernig þau tilvik væru komin upp. „Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það,“ segir Sigurjón Örn í fréttatilkynningu. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, tjáði Vísi nú síðdegis að kórónuveirusmit sem rakið væri til Kringlunnar hefði komið upp hjá tveimur starfsmönnum á skrifstofu í Kinglunni. Smitrakning stæði enn yfir en ekkert sem bendi til þess að smit tengdist verslun í Kringlunni. Grímuskylda er í Kringlunni, bæði á göngugötum og í verslunum.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir í tilkynningu að sóttvarnir séu í hæsta forgangi í Kringlunni og reglum um sóttvarnir hafi verið fylgt í hvívetna. Nefnir hann grímuskyldu í göngugötu og verslunum, sprit við alla innganga verslana og víðar auk þess sem þrif hafi verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. „Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð,“ segir í tilkynningunni. Rögnvaldur mælti með því á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk nýtti netið til verslunar. Sigurjón bendir á að vöruúrval margra verslana megi nálgast á vef Kringlunnar, tilboðin séu þau sömu og flestar verslanir bjóði upp á heimsendingu. Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð.
Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56