Gangið hægt um efasemdanna dyr! Bjarni Halldór Janusson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Það fer ekki fram hjá neinum að veirufaraldur hefur staðið yfir og að mestu leyti einkennt það ár sem nú líður. Gagnrýni í garð sóttvarnaraðgerða hérlendis hefur færst í aukana upp á síðkastið. Í þessum pistli verður sú gagnrýni tekin fyrir og jafnframt verður eftir bestu getu lagt mat á þau rök sem fram hafa komið, einkum þau sem hafa snúið að réttmæti aðgerðanna og félags- og efnahagslegum afleiðingum þeirra. Öryggi og velferð Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir hefur um eitt og hálft prósent þjóðarinnar smitast af COVID-19 og 26 manns látið lífið. Þó er dánartíðni á Ísland talsvert lægri en annars staðar sökum árangursríkra og markvissra aðgerða stjórnvalda og einstaklingsbundinna sóttvarna. Svíþjóð hefur gjarnan verið nefnt til samanburðar, en sé miðað við dánartíðni sem hlutfall af hverri milljón íbúa er dánartíðni í Svíþjóð átta til níu sinnum hærri en hér, og sé miðað við fjölda smitaðra einstaklinga er dánartíðni sex sinnum hærri í Svíþjóð en á Íslandi. Raunar má nefna að nú hafa aðgerðir verið hertar í Svíþjóð, en samanburðurinn er þó hjálplegur til að bera saman ólíkar aðferðir ríkja til að takast á við veirufaraldurinn. Ekki þykir ólíklegt að dánartíðni sem hlutfall smitaðra sé lægra hér vegna þess aukna álags sem heilbrigðiskerfi í ríkjum með hærri smittíðni hafa þurft að glíma við, svo sem í Svíþjóð. Í Bandaríkjunum, svo annað dæmi sé nefnt, hafa um 23 manns látið lífið fyrir hvern Íslending sem látið hefur lífið sökum COVID-19. Sóttvarnalæknir á Íslandi hefur svarað því þannig að ef verulega yrði slakað á sóttvörnum hér heima yrði staðan miklu verri. Ef til dæmis 10% þjóðar, eða um 36 þúsund manns, myndi smitast á skömmum tíma gætu allt að 200 manns látið lífið, ef ekki fleiri vegna aukins álags á heilbrigðiskerfið, á meðan 2 þúsund manns legðust inn á sjúkrahús. Heilbrigðisstofnanir, sem nú þegar eiga í erfiðleikum, hefðu hreinlega ekki bolmagn til að veita öðrum sjúklingahópum þá sérhæfðu þjónustu sem veikindi þeirra krefjast. Til að ná svonefndu hjarðónæmi þyrfti svo um 60% þjóðarinnar að smitast, en þá yrðu afleiðingar margfalt verri. Um 12.000 manns legðust inn á sjúkrahús og 1.200 manns gætu látið lífið. Útkoman yrði hræðileg að sögn sóttvarnalæknis. Ef smittíðni ykist verulega í samfélaginu ykjust einnig líkurnar á sýkingu starfsmanna heilbrigðisstofnana og aðstandenda sjúklinga. Þá væri nær ómögulegt að vernda þá viðkvæmu sjúklingahópa sem fyrir liggja á sjúkrahúsi; það væri því ekki hægt að slaka á aðgerðum og vernda viðkvæma hópa samfélagsins á sama tíma. Þar að auki þyrfti miklu meira fjármagn að fara til heilbrigðisstofnana, af nær óþekktri stærðargráðu, sem gæti bitnað á annarri þjónustu ríkisins og hefði því miklar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar í för með sér. Vegna þessa hafa helstu rökin fyrir réttmæti sóttvarnaraðgerðanna verið þau að þær séu nauðsynlegar til að tryggja velferð og öryggi íbúa, sem er eitt af meginhlutverkum stjórnvalda. Nú þegar hefur Ísland eina lægstu smittíðni í allri Evrópu og markmið aðgerðanna hefur verið að halda því þannig og koma í veg fyrir meiriháttar skaða og fjölda dauðsfalla. Efnahagslegar afleiðingar, félagsleg vandamál og frelsið Fram hefur komið að þeir sem smitast en jafna sig á sjúkdómnum glíma gjarnan við langvarandi einkenni vikum saman, ef ekki lengur. Í alvarlegustu tilfellum er um örorku að ræða og því ljóst að efnahags- og félagslegar afleiðingar yrðu miklar ef margir sýktust og þyrftu að glíma við langvarandi örorku sökum sjúkdómsins. Lífsgæði fjölmargra einstaklinga myndu skerðast og samfélagslegur kostnaður yrði mikill ef svo færi, sem nú þegar er umtalsverður sökum þess skaða sem veirufaraldurinn hefur valdið. Helstu rök gagnrýnenda hafa verið þau að sóttvarnaraðgerðir hafi of neikvæðar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar í för með sér. Röksemdafærslan er sú að sökum þeirra afleiðinga munu lífskjör skerðast og fleiri láta lífið síðar meir. Þegar ofangreind lýsing á afleiðingum og alvarleika sjúkdómsins er metin til hliðsjónar við þessi rök er ljóst að veirufaraldurinn mun kosta efnahagslífið sama hvað er gert. Þar að auki byggja þau rök á getgátum og óljósum ályktunum. Til dæmis er ekkert sem bendir til að kvíði vegna aðgerðanna sé meiri en sá kvíði sem skapaðist ef fjölmargir létu lífið og enn fleiri sýktust. Að sama skapi er ekkert sem bendir til að brotthvarf nemenda yrði minna ef þeir treystu sér ekki til að mæta í staðkennslu sökum mikillar útbreiðslu veirunnar. Þar að auki má velta því fyrir sér hvort fyrirtæki treystu sér til að stunda rekstur sinn og veita þjónustu með hefðbundnum hætti þó þau fengju leyfi til þess, einfaldlega vegna þess hve útbreiddur sjúkdómurinn yrði. Hvað ferðaþjónustuna varðar er ekki gefið fyrir fram að ferðamenn treystu sér til að koma hingað til lands ef útbreiðslan hér yrði jafn mikil eða meiri en annars staðar. Svo má líka nefna að aðgerðir hér hafa verið nokkuð vægari en í nágrannaríkjum okkar. Hér hafa til að mynda skólar verið opnir í einhvern tíma, þó með talsverðum takmörkunum til að vernda í senn nemendur og kennara, en jafnframt hefur Ísland verið með vægari aðgerðir við landamærin. Í sögulegu samhengi eru þessar sóttvarnaraðgerðir vitaskuld mjög strangar, en það er einkum vegna þess hve alþjóðavæddur og samtengdur nútímaheimurinn er, sem eykur líkurnar á útbreiðslu veirunnar enn frekar. Ekki skal gert lítið úr efnahagslegum afleiðingum veirufaraldursins, en gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir verður þó að taka mið af því að þær afleiðingar séu að miklu leyti til komnar vegna veirufaraldursins sjálfs og þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á heimsvísu sökum hans. Gagnrýnin á sóttvarnaraðgerðir hefur ekki síður byggt á þeirri afstöðu að um mikla frelsisskerðingu sé að ræða þegar fólki er ekki leyft að haga lífi sínu og athöfnum að vild. Þó má benda á að frelsið er meira og annað en bara frelsi til ótakmarkaðra athafna. Frelsið er ekki frelsi undan öllum afskiptum. Frelsið er ekki frelsi undan allri ábyrgð. Frelsið hefur aldrei snúist um að einn geti gengið á rétt annarra. Fólk hefur frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf, en það hefur ekki frelsið til að skaða aðra. Fyrir þær sakir er ekki leyfilegt að stefna lífi annarra í hættu, skerða lífsgæði þeirra og skaða. Það er þess vegna sem við höfum lög um umhverfisábyrgð, umferðarlög, og fjölmargt fleira sem á að tryggja réttindi og frelsi allra í samfélaginu eins og unnt er. Hefur ríkið rétt á að takmarka athafnafrelsi fólks í þeim aðstæðum sem nú blasa við? – Það er mikilvæg spurning sem fræðimenn hafa tekið fyrir og leitast við að svara. Umræðan um slíkt mætti sjálfsagt vera meiri, en þá er mikilvægt að hún fari fram á faglegum forsendum og byggi á réttum skilningi grundvallarhugtaka. Ályktanir og gagnrýni Fara þarf varlega með öll þau gögn sem dregnar eru ályktanir af. Það er sjálfsagt mál að ræða lögmæti sóttvarnaraðgerða, ekki síst þegar gæta skal jafnræðis og meðalhófs samkvæmt stjórnsýslulögum. Það er þó ljóst að umræddar sóttvarnaraðgerðir eru í grunninn bæði réttmætar og skynsamlegar í þeim aðstæðum sem nú blasa við. Það er allt í lagi að efast um ágæti eða árangur þessara aðgerða, en gagnrýnin verður þá að byggja á marktækum gögnum og áreiðanlegum heimildum og kynna raunhæfa valkosti sem gætu komið í stað núgildandi aðgerða, annað væri óábyrgt. Vitaskuld mættu stjórnvöld koma betur til móts við þá sem hafa orðið verst út úr ástandinu, en það er önnur umræða sem snýr ekki að sóttvarnaraðgerðunum sem slíkum. Það má sjálfsagt gagnrýna tilteknar útfærslur, en það er ljóst að fátt mælir með því að slakað verði allverulega á sóttvarnaraðgerðum og nær ekkert sem mælir með að þeim verði alfarið hætt. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Bjarni Halldór Janusson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það fer ekki fram hjá neinum að veirufaraldur hefur staðið yfir og að mestu leyti einkennt það ár sem nú líður. Gagnrýni í garð sóttvarnaraðgerða hérlendis hefur færst í aukana upp á síðkastið. Í þessum pistli verður sú gagnrýni tekin fyrir og jafnframt verður eftir bestu getu lagt mat á þau rök sem fram hafa komið, einkum þau sem hafa snúið að réttmæti aðgerðanna og félags- og efnahagslegum afleiðingum þeirra. Öryggi og velferð Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir hefur um eitt og hálft prósent þjóðarinnar smitast af COVID-19 og 26 manns látið lífið. Þó er dánartíðni á Ísland talsvert lægri en annars staðar sökum árangursríkra og markvissra aðgerða stjórnvalda og einstaklingsbundinna sóttvarna. Svíþjóð hefur gjarnan verið nefnt til samanburðar, en sé miðað við dánartíðni sem hlutfall af hverri milljón íbúa er dánartíðni í Svíþjóð átta til níu sinnum hærri en hér, og sé miðað við fjölda smitaðra einstaklinga er dánartíðni sex sinnum hærri í Svíþjóð en á Íslandi. Raunar má nefna að nú hafa aðgerðir verið hertar í Svíþjóð, en samanburðurinn er þó hjálplegur til að bera saman ólíkar aðferðir ríkja til að takast á við veirufaraldurinn. Ekki þykir ólíklegt að dánartíðni sem hlutfall smitaðra sé lægra hér vegna þess aukna álags sem heilbrigðiskerfi í ríkjum með hærri smittíðni hafa þurft að glíma við, svo sem í Svíþjóð. Í Bandaríkjunum, svo annað dæmi sé nefnt, hafa um 23 manns látið lífið fyrir hvern Íslending sem látið hefur lífið sökum COVID-19. Sóttvarnalæknir á Íslandi hefur svarað því þannig að ef verulega yrði slakað á sóttvörnum hér heima yrði staðan miklu verri. Ef til dæmis 10% þjóðar, eða um 36 þúsund manns, myndi smitast á skömmum tíma gætu allt að 200 manns látið lífið, ef ekki fleiri vegna aukins álags á heilbrigðiskerfið, á meðan 2 þúsund manns legðust inn á sjúkrahús. Heilbrigðisstofnanir, sem nú þegar eiga í erfiðleikum, hefðu hreinlega ekki bolmagn til að veita öðrum sjúklingahópum þá sérhæfðu þjónustu sem veikindi þeirra krefjast. Til að ná svonefndu hjarðónæmi þyrfti svo um 60% þjóðarinnar að smitast, en þá yrðu afleiðingar margfalt verri. Um 12.000 manns legðust inn á sjúkrahús og 1.200 manns gætu látið lífið. Útkoman yrði hræðileg að sögn sóttvarnalæknis. Ef smittíðni ykist verulega í samfélaginu ykjust einnig líkurnar á sýkingu starfsmanna heilbrigðisstofnana og aðstandenda sjúklinga. Þá væri nær ómögulegt að vernda þá viðkvæmu sjúklingahópa sem fyrir liggja á sjúkrahúsi; það væri því ekki hægt að slaka á aðgerðum og vernda viðkvæma hópa samfélagsins á sama tíma. Þar að auki þyrfti miklu meira fjármagn að fara til heilbrigðisstofnana, af nær óþekktri stærðargráðu, sem gæti bitnað á annarri þjónustu ríkisins og hefði því miklar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar í för með sér. Vegna þessa hafa helstu rökin fyrir réttmæti sóttvarnaraðgerðanna verið þau að þær séu nauðsynlegar til að tryggja velferð og öryggi íbúa, sem er eitt af meginhlutverkum stjórnvalda. Nú þegar hefur Ísland eina lægstu smittíðni í allri Evrópu og markmið aðgerðanna hefur verið að halda því þannig og koma í veg fyrir meiriháttar skaða og fjölda dauðsfalla. Efnahagslegar afleiðingar, félagsleg vandamál og frelsið Fram hefur komið að þeir sem smitast en jafna sig á sjúkdómnum glíma gjarnan við langvarandi einkenni vikum saman, ef ekki lengur. Í alvarlegustu tilfellum er um örorku að ræða og því ljóst að efnahags- og félagslegar afleiðingar yrðu miklar ef margir sýktust og þyrftu að glíma við langvarandi örorku sökum sjúkdómsins. Lífsgæði fjölmargra einstaklinga myndu skerðast og samfélagslegur kostnaður yrði mikill ef svo færi, sem nú þegar er umtalsverður sökum þess skaða sem veirufaraldurinn hefur valdið. Helstu rök gagnrýnenda hafa verið þau að sóttvarnaraðgerðir hafi of neikvæðar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar í för með sér. Röksemdafærslan er sú að sökum þeirra afleiðinga munu lífskjör skerðast og fleiri láta lífið síðar meir. Þegar ofangreind lýsing á afleiðingum og alvarleika sjúkdómsins er metin til hliðsjónar við þessi rök er ljóst að veirufaraldurinn mun kosta efnahagslífið sama hvað er gert. Þar að auki byggja þau rök á getgátum og óljósum ályktunum. Til dæmis er ekkert sem bendir til að kvíði vegna aðgerðanna sé meiri en sá kvíði sem skapaðist ef fjölmargir létu lífið og enn fleiri sýktust. Að sama skapi er ekkert sem bendir til að brotthvarf nemenda yrði minna ef þeir treystu sér ekki til að mæta í staðkennslu sökum mikillar útbreiðslu veirunnar. Þar að auki má velta því fyrir sér hvort fyrirtæki treystu sér til að stunda rekstur sinn og veita þjónustu með hefðbundnum hætti þó þau fengju leyfi til þess, einfaldlega vegna þess hve útbreiddur sjúkdómurinn yrði. Hvað ferðaþjónustuna varðar er ekki gefið fyrir fram að ferðamenn treystu sér til að koma hingað til lands ef útbreiðslan hér yrði jafn mikil eða meiri en annars staðar. Svo má líka nefna að aðgerðir hér hafa verið nokkuð vægari en í nágrannaríkjum okkar. Hér hafa til að mynda skólar verið opnir í einhvern tíma, þó með talsverðum takmörkunum til að vernda í senn nemendur og kennara, en jafnframt hefur Ísland verið með vægari aðgerðir við landamærin. Í sögulegu samhengi eru þessar sóttvarnaraðgerðir vitaskuld mjög strangar, en það er einkum vegna þess hve alþjóðavæddur og samtengdur nútímaheimurinn er, sem eykur líkurnar á útbreiðslu veirunnar enn frekar. Ekki skal gert lítið úr efnahagslegum afleiðingum veirufaraldursins, en gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir verður þó að taka mið af því að þær afleiðingar séu að miklu leyti til komnar vegna veirufaraldursins sjálfs og þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á heimsvísu sökum hans. Gagnrýnin á sóttvarnaraðgerðir hefur ekki síður byggt á þeirri afstöðu að um mikla frelsisskerðingu sé að ræða þegar fólki er ekki leyft að haga lífi sínu og athöfnum að vild. Þó má benda á að frelsið er meira og annað en bara frelsi til ótakmarkaðra athafna. Frelsið er ekki frelsi undan öllum afskiptum. Frelsið er ekki frelsi undan allri ábyrgð. Frelsið hefur aldrei snúist um að einn geti gengið á rétt annarra. Fólk hefur frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf, en það hefur ekki frelsið til að skaða aðra. Fyrir þær sakir er ekki leyfilegt að stefna lífi annarra í hættu, skerða lífsgæði þeirra og skaða. Það er þess vegna sem við höfum lög um umhverfisábyrgð, umferðarlög, og fjölmargt fleira sem á að tryggja réttindi og frelsi allra í samfélaginu eins og unnt er. Hefur ríkið rétt á að takmarka athafnafrelsi fólks í þeim aðstæðum sem nú blasa við? – Það er mikilvæg spurning sem fræðimenn hafa tekið fyrir og leitast við að svara. Umræðan um slíkt mætti sjálfsagt vera meiri, en þá er mikilvægt að hún fari fram á faglegum forsendum og byggi á réttum skilningi grundvallarhugtaka. Ályktanir og gagnrýni Fara þarf varlega með öll þau gögn sem dregnar eru ályktanir af. Það er sjálfsagt mál að ræða lögmæti sóttvarnaraðgerða, ekki síst þegar gæta skal jafnræðis og meðalhófs samkvæmt stjórnsýslulögum. Það er þó ljóst að umræddar sóttvarnaraðgerðir eru í grunninn bæði réttmætar og skynsamlegar í þeim aðstæðum sem nú blasa við. Það er allt í lagi að efast um ágæti eða árangur þessara aðgerða, en gagnrýnin verður þá að byggja á marktækum gögnum og áreiðanlegum heimildum og kynna raunhæfa valkosti sem gætu komið í stað núgildandi aðgerða, annað væri óábyrgt. Vitaskuld mættu stjórnvöld koma betur til móts við þá sem hafa orðið verst út úr ástandinu, en það er önnur umræða sem snýr ekki að sóttvarnaraðgerðunum sem slíkum. Það má sjálfsagt gagnrýna tilteknar útfærslur, en það er ljóst að fátt mælir með því að slakað verði allverulega á sóttvarnaraðgerðum og nær ekkert sem mælir með að þeim verði alfarið hætt. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun