Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 14:50 Kristján Vilhelmsson á 36 prósenta hlut í Samherja. Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. Fjögur tilboð bárust og var tilboð félagsins hæsta gilda tilboðið að því er fram kemur á vef Landsbankans. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi stendur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann á dögunum fyrir að setja húsið á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Á vefsíðu Landsbankans segir að fjögur tilboð hafi borist en fallið frá einu þeirra. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi. Leó Árnason, athafnamaður á Selfossi, við eina af teikningunum af nýja miðbænum.vísir/magnús hlynur „Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra, segir Leó Árnason á vefsíðu Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankahúsið á Selfossi fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum. „Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“ Árborg Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30 „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fjögur tilboð bárust og var tilboð félagsins hæsta gilda tilboðið að því er fram kemur á vef Landsbankans. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi stendur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð.Landsbankinn Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann á dögunum fyrir að setja húsið á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Á vefsíðu Landsbankans segir að fjögur tilboð hafi borist en fallið frá einu þeirra. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi. Leó Árnason, athafnamaður á Selfossi, við eina af teikningunum af nýja miðbænum.vísir/magnús hlynur „Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra, segir Leó Árnason á vefsíðu Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankahúsið á Selfossi fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum. „Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“
Árborg Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30 „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1. nóvember 2020 12:30
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14. nóvember 2020 13:13