Chelsea mætir lærisveinum José er Roman nær þúsund leikjum sem eigandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 12:15 José Mourinho og Roman Abramovich á góðri stundu árið 2004. Peter Kenyon, þáverandi framkvæmdastjóri Chelsea, er að þvælast fyrir. Phil Cole/Getty Images Leikur Chelsea og Tottenham Hotspur klukkan 16.30 í ensku úrvalsdeildinni í dag verður 1000. leikur Chelsea í eigu auðkýfingsins Roman Abramovich. Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45
Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00