Staðið vaktina í 25 ár og er farinn að minna á jólasveininn Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2020 10:29 Benedikt byrjaði með jólahúsið allan ársins hring árið 1996. Jólahúsið á Akureyri þekki margir enda hefur Benedikt Ingi Grétarsson og fjölskylda hans lagt sig gríðarlega fram að gera húsið og umhverfið allt um kring eins ævintýralegt og hugsast getur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Benedikt sem fór yfir söguna með honum. „Þetta eru 25. jólin en við byrjuðum 31. maí 1996 þannig að næsta vor verðum við 25 ára,“ segir Benedikt sem viðurkennir að þegar hann fór fyrst af stað hafi hann ekki endilega trúað að þetta stóra verkefni myndi ganga upp. Hann tók þá áhættuna, hætti í vinnunni sinni sem kokkur en svo kom í ljós að landinn var meira en til að taka stokkið með honum. „Nema Akureyringar, það tók mig fimm ár að fá þá með mér í lið, þetta var kannski of nálægt þeim. Hins vegar í dag þá er þetta þeirra og ég er afskaplega ánægður með Akureyringa í dag.“ Eigandinn minnir sjálfur töluvert á jólasveininn. „Þegar maður er búinn að vera í þessu í 25 ár þá held ég að ég sé að rembast við það að leika mann,“ segir Benedikt sem segist alltaf vera í jólagírnum. Viðskiptavinirnir séu það ekki í tíu mánuði á ári en hina tvö mánuðina sé allt komið á fullt, fólk orðið spennt svo ekki sé talað um börnin. „Það er glampinn í augunum, eftirvæntingin og þessi innri friður ef við getum sagt sem svo. Það er kannski ekki á sumrin.“ Í þætti gærkvöldsins fer Benedikt yfir litríka söguna, segir frá vörunum sem koma frá 17 löndum og hvert hann stefnir með þetta mikla ævintýraland en draumurinn er að húsið standi þarna í hundrað ár. Jól Ísland í dag Eyjafjarðarsveit Akureyri Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Benedikt sem fór yfir söguna með honum. „Þetta eru 25. jólin en við byrjuðum 31. maí 1996 þannig að næsta vor verðum við 25 ára,“ segir Benedikt sem viðurkennir að þegar hann fór fyrst af stað hafi hann ekki endilega trúað að þetta stóra verkefni myndi ganga upp. Hann tók þá áhættuna, hætti í vinnunni sinni sem kokkur en svo kom í ljós að landinn var meira en til að taka stokkið með honum. „Nema Akureyringar, það tók mig fimm ár að fá þá með mér í lið, þetta var kannski of nálægt þeim. Hins vegar í dag þá er þetta þeirra og ég er afskaplega ánægður með Akureyringa í dag.“ Eigandinn minnir sjálfur töluvert á jólasveininn. „Þegar maður er búinn að vera í þessu í 25 ár þá held ég að ég sé að rembast við það að leika mann,“ segir Benedikt sem segist alltaf vera í jólagírnum. Viðskiptavinirnir séu það ekki í tíu mánuði á ári en hina tvö mánuðina sé allt komið á fullt, fólk orðið spennt svo ekki sé talað um börnin. „Það er glampinn í augunum, eftirvæntingin og þessi innri friður ef við getum sagt sem svo. Það er kannski ekki á sumrin.“ Í þætti gærkvöldsins fer Benedikt yfir litríka söguna, segir frá vörunum sem koma frá 17 löndum og hvert hann stefnir með þetta mikla ævintýraland en draumurinn er að húsið standi þarna í hundrað ár.
Jól Ísland í dag Eyjafjarðarsveit Akureyri Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira