Áður hafa fyrirtækin sagt að bóluefnið veiti 95% vernd fyrir Covid-19-smiti. Þau hafa þegar sótt um leyfi til notkunar á efninu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Umsóknin til Lyfjastofnunar Evrópu var lögð fram í gær.
Anja Karliczek, menntamála- og rannsóknaráðherra Þýskalands, segir að lyfjastofnunin muni fjalla um umsóknina á opnum fundi 11. desember, að sögn AP-fréttastofunnar.
Lyfjafyrirtækið Moderna sótti einnig um leyfi til neyðarnotkunar á bóluefni sínu í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.