„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Bubbi Morthens er ósáttur við fordóma gagnvart skrif- og lesblindum en biður fólk um að láta ekkert stoppa sig. Vísir/Egill Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira