Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 13:48 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem segir að seljandi togarans sé félagið Heinaste Investment Namibia sem félag tengt Samherja eigi rúmlega helming hlutafjár í. Kaupandinn er Tunacor fisheries sem gerir út fimmtán skip að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir enn fremur að með sölu skipsins verði hægt að endurheimta störf um eitt hundrað skipverja sem voru áhöfn þess áður en skipið var kyrrsett. Skipið hefur legið við höfnina í Walvis Bay í um eitt ár. Skipið hefur fengið nýtt nafn og nýja málningu. Nauðsynlegri yfirferð á tækjum og búnaði Heinaste sé nú lokið og muni skipið halda til veiða á morgun í þjónustu nýs eiganda með áhöfn sem er að verulegu leyti sé sú sama og áður. Þá hefur kaupandi skipsins gefið því nýtt nafn og heitir skipið nú Tutungeni, að því er segir á vef Samherja. Skipið komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna hér við land að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35 Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem segir að seljandi togarans sé félagið Heinaste Investment Namibia sem félag tengt Samherja eigi rúmlega helming hlutafjár í. Kaupandinn er Tunacor fisheries sem gerir út fimmtán skip að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir enn fremur að með sölu skipsins verði hægt að endurheimta störf um eitt hundrað skipverja sem voru áhöfn þess áður en skipið var kyrrsett. Skipið hefur legið við höfnina í Walvis Bay í um eitt ár. Skipið hefur fengið nýtt nafn og nýja málningu. Nauðsynlegri yfirferð á tækjum og búnaði Heinaste sé nú lokið og muni skipið halda til veiða á morgun í þjónustu nýs eiganda með áhöfn sem er að verulegu leyti sé sú sama og áður. Þá hefur kaupandi skipsins gefið því nýtt nafn og heitir skipið nú Tutungeni, að því er segir á vef Samherja. Skipið komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna hér við land að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35 Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. 21. febrúar 2020 13:35
Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. 11. febrúar 2020 13:34
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21