„Þetta gerir mig sannarlega stoltan. Búið er að koma smáhýsum - sem ætluð eru heimilislausu fólki - fyrir í Gufunesi,“ segir Dagur í færslu á Facebook.
„Þetta húsnæði hefur verið uppnefnt „gámahúsnæði“ sem er rangnefni og hluti af neikvæðri umræðu sem oft kemur upp þegar verið er að auka og þétta þjónustu við einstaklinga sem teljast á jaðri samfélagsins.“
Þetta gerir mig sannarlega stoltan. Búið er að koma smáhýsum - sem ætluð eru heimilislausu fólki - fyrir í Gufunesi....
Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 3, 2020
Dagur segir að uppsetning smáhýsanna, sem komið hefur verið upp víðar í borginni, hafi í sumum tilvikum tafist, m.a. vegna andmæla úr viðkomandi nágrenni.
„En Reykjavíkurborg hefur lagt metnað í að þjónusta alla hópa samfélagsins og grettistaki hefur verið lyft í málefnum heimilslausra á undanförnum árum,“ bætir borgarstjóri við.
„Smáhýsin eru hluti af nýrri nálgun sem við köllum Húsnæði fyrst og felur í sér að gera ekki stranga kröfu um edrúmennsku eða bata heldur tryggja húsnæði og aðstæður sem gera fólki í erfiðri stöðu kleift að ná bata. Stefnan byggir á virðingu og trú á fólki og hefur reynst vel.“
Smáhýsin eru hluti af nýrri nálgun sem við köllum Húsnæði fyrst og felur í sér að gera ekki stranga kröfu um edrúmennsku eða bata heldur tryggja húsnæði og aðstæður sem gera fólki í erfiðri stöðu kleift að ná bata. Stefnan byggir á virðingu og trú á fólki og hefur reynst vel.
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) December 3, 2020