Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:36 Ákærði leiddur fyrir dómara þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Vísir/Vilhelm Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar og fleiri slösuðust. Þrettán manns voru inni í húsinu þegar Marek er talinn hafa valdið eldsvoðanum. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins á dögunum. Þá fór Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, fram á að þinghaldi í málinu yrði lokað. Reikna mætti með mikilli þolraun í dómsal sem ætti ekki erindi við almenning. Því mótmælti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og sagðist ekki sjá ástæðu til að loka þinghaldi. Barbara Björnsdóttir dómari sagðist myndu taka kröfuna til skoðunar. Meira þurfi að koma til Landsréttur og héraðsdómur vísuðu báðir til þeirrar greinar stjórnarskrárinnar að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. Frá því mætti víkja meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila. Um sé að ræða undantekningu frá meginreglu sem beri að skýra þröngt. Í úrskurði héraðsdóms segir að ríkar ástæður þurfi að vera til að víkja frá meginreglunni. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira til að koma svo að það verði gert,“ segir í úrskurði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar og fleiri slösuðust. Þrettán manns voru inni í húsinu þegar Marek er talinn hafa valdið eldsvoðanum. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins á dögunum. Þá fór Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, fram á að þinghaldi í málinu yrði lokað. Reikna mætti með mikilli þolraun í dómsal sem ætti ekki erindi við almenning. Því mótmælti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og sagðist ekki sjá ástæðu til að loka þinghaldi. Barbara Björnsdóttir dómari sagðist myndu taka kröfuna til skoðunar. Meira þurfi að koma til Landsréttur og héraðsdómur vísuðu báðir til þeirrar greinar stjórnarskrárinnar að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. Frá því mætti víkja meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila. Um sé að ræða undantekningu frá meginreglu sem beri að skýra þröngt. Í úrskurði héraðsdóms segir að ríkar ástæður þurfi að vera til að víkja frá meginreglunni. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira til að koma svo að það verði gert,“ segir í úrskurði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. 27. október 2020 19:23
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02