Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 23:01 Yasir Batalci lýsti aukaverkunum af Moderna-bóluefninu í viðtali við CNN í dag. Skjáskot/CNN Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þau bóluefni við kórónuveirunni sem komin eru lengst í átt að almennum markaði, bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna, byggja á svokallaðri mRNA-tækni. Þau innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Bóluefnin eru gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili. Bæði efnin eru sögð veita um 95 prósent vörn gegn veirunni og hafa verið prófuð á tugum þúsunda sjálfboðaliða. Enginn dans á rósum en ómaksins virði Yasir Batalvi, 24 ára Boston-búi, er einn þeirra. Hann segir í samtali við CNN að hann hafi skráð sig til þátttöku í Moderna-bóluefnisrannsókninni í júlí og ekki endilega átt von á því að verða valinn. Reynslan hafi sannarlega ekki verið neinn „dans á rósum“ en hann kveðst hiklaust myndu láta sprauta sig aftur. Batalvi segir að tilfinningin við fyrstu sprautuna hafi verið svipuð þeirri sem maður fær við hefðbundna flensusprautu. Hann hafi verið stífur í handleggnum þar sem hann var sprautaður en að öðru leyti hafi hann ekki fundið fyrir neinu. Öðru máli hafi þó gegnt um seinni sprautuna. „Ég fékk talsverðar aukaverkanir eftir að ég fékk seinni skammtinn. Þegar ég fékk seinni skammtinn leið mér vel á meðan ég var á spítalanum. En kvöldið var erfitt. Ég fékk vægan hita, varð þreyttur og fékk kuldaköst.“ Hann hafi svo braggast strax daginn eftir. Þess verður þó að geta að Batalvi veit ekki hvort hann hafi verið sprautaður með bóluefninu eða lyfleysu. Rannsóknin er tvíblinduð og vísindamennirnir sem framkvæmdu hana vita það því ekki heldur. Miðað við aukaverkanirnar kveðst Batalvi þó alveg viss í sinni sök; hann hafi fengið bóluefnið. Viðtal við Batalci má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Aukaverkanir á borð við þær sem Batalvi lýsti eru nokkuð algengar hjá þeim sem eru bólusettir - og eru mismunandi milli manna. Sérfræðingar segja þær eðlilegar og ekkert til að hafa áhyggjur af. Engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið fram við bóluefnarannsóknir Pfizer og Moderna. Sýnir að ónæmiskerfið sé að virkjast Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði sagði í fréttaskýringaþættinum Kompási í október að aukaverkanir eins og þær sem Batalvi lýsir væru „óþægindi“ sem sýndu að ónæmiskerfið væri að fara í gang. „Að finna slíkt er gagnlegt því það segir að ónæmissvarið sé að virkjast,“ sagði Ingileif. Þá benti hún á að aukaverkanir af bóluefni væru langtum skárri en veikindi og eftirköst af Covid-19. „Hjá flestum tekur síðan mjög langan tíma að ná aftur heilsu. Og fólk situr eftir með þreytu, slappleika, vöðvaverki, jafnvel einhverja hjartasjúkdóma, storkuvandamál og fleira. Öndunarfæravandamál. Sem er áberandi hjá mörgum og getur jafnvel setið eftir í nokkra mánuði eftir að að fólk hefur sýkst af sjúkdómnum. Síðan er ákveðinn hluti af þessu fólki sem heldur áfram með langtímaveikindi. Hversu stór hluti það er, það vitum við ekki almennilega,“ sagði Ingileif. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í dag að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni gæti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. Ísland muni líklega fá bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns, fyrir 115 þúsund manns frá Astrazeneca og 40 þúsund frá Moderna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Þau bóluefni við kórónuveirunni sem komin eru lengst í átt að almennum markaði, bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna, byggja á svokallaðri mRNA-tækni. Þau innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Bóluefnin eru gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili. Bæði efnin eru sögð veita um 95 prósent vörn gegn veirunni og hafa verið prófuð á tugum þúsunda sjálfboðaliða. Enginn dans á rósum en ómaksins virði Yasir Batalvi, 24 ára Boston-búi, er einn þeirra. Hann segir í samtali við CNN að hann hafi skráð sig til þátttöku í Moderna-bóluefnisrannsókninni í júlí og ekki endilega átt von á því að verða valinn. Reynslan hafi sannarlega ekki verið neinn „dans á rósum“ en hann kveðst hiklaust myndu láta sprauta sig aftur. Batalvi segir að tilfinningin við fyrstu sprautuna hafi verið svipuð þeirri sem maður fær við hefðbundna flensusprautu. Hann hafi verið stífur í handleggnum þar sem hann var sprautaður en að öðru leyti hafi hann ekki fundið fyrir neinu. Öðru máli hafi þó gegnt um seinni sprautuna. „Ég fékk talsverðar aukaverkanir eftir að ég fékk seinni skammtinn. Þegar ég fékk seinni skammtinn leið mér vel á meðan ég var á spítalanum. En kvöldið var erfitt. Ég fékk vægan hita, varð þreyttur og fékk kuldaköst.“ Hann hafi svo braggast strax daginn eftir. Þess verður þó að geta að Batalvi veit ekki hvort hann hafi verið sprautaður með bóluefninu eða lyfleysu. Rannsóknin er tvíblinduð og vísindamennirnir sem framkvæmdu hana vita það því ekki heldur. Miðað við aukaverkanirnar kveðst Batalvi þó alveg viss í sinni sök; hann hafi fengið bóluefnið. Viðtal við Batalci má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Aukaverkanir á borð við þær sem Batalvi lýsti eru nokkuð algengar hjá þeim sem eru bólusettir - og eru mismunandi milli manna. Sérfræðingar segja þær eðlilegar og ekkert til að hafa áhyggjur af. Engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið fram við bóluefnarannsóknir Pfizer og Moderna. Sýnir að ónæmiskerfið sé að virkjast Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði sagði í fréttaskýringaþættinum Kompási í október að aukaverkanir eins og þær sem Batalvi lýsir væru „óþægindi“ sem sýndu að ónæmiskerfið væri að fara í gang. „Að finna slíkt er gagnlegt því það segir að ónæmissvarið sé að virkjast,“ sagði Ingileif. Þá benti hún á að aukaverkanir af bóluefni væru langtum skárri en veikindi og eftirköst af Covid-19. „Hjá flestum tekur síðan mjög langan tíma að ná aftur heilsu. Og fólk situr eftir með þreytu, slappleika, vöðvaverki, jafnvel einhverja hjartasjúkdóma, storkuvandamál og fleira. Öndunarfæravandamál. Sem er áberandi hjá mörgum og getur jafnvel setið eftir í nokkra mánuði eftir að að fólk hefur sýkst af sjúkdómnum. Síðan er ákveðinn hluti af þessu fólki sem heldur áfram með langtímaveikindi. Hversu stór hluti það er, það vitum við ekki almennilega,“ sagði Ingileif. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í dag að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni gæti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. Ísland muni líklega fá bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns, fyrir 115 þúsund manns frá Astrazeneca og 40 þúsund frá Moderna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56
Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33
Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09