Romain Grosjean, ökumaður Haas, hitti í gær fólkið sem bjargaði lífi hans í Formúlu 1 kappakstrinum um helgina.
Bíll Grosjeans fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka.
„Takk fyrir að koma og veifa fánunum. Takk fyrir að reyna að hjálpa mér,“ sagði Romain áður en hann gaf manni knús sem hljóp yfir brautina til að komast að bíl Romains.
„Viðbrögðin þín og hugarfar þitt, ég sá myndbandið.. Takk fyrir að bjarga lífi mínu.“
Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina en Romain ber sig vel. Hann er án alvarlega áverka en með brunasár á höndunum.
A heart-warming moment
— Formula 1 (@F1) December 3, 2020
Romain Grosjean meets the people who saved his life on Sunday#SakhirGP #F1 @RGrosjean pic.twitter.com/WbZ9zIgfgj
Romain Grosjean er 34 ára og hefur keppt í Formúlu 1 frá 2009, með smá stoppi frá 2009 til 2012. Hann hefur áður keyrt fyrir Renault og Lotus en keyrir nú eins og áður segir fyrir Haas.
Hann endaði í 18. sæti á síðustu leiktíð.