Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2020 22:16 Arnar Gunnlaugsson er ánægður með halda Kára Árna í herbúðum Víkinga. vísir/daníel þór Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Sá síðarnefndi er einkar ánægður með að Kári verði áfram í herbúðum liðsins og hefur litlar áhyggjur af því að þessi magnaði varnarmaður sé að nálgast fertugt. Svava Kristín ræddi einnig við Arnar um Sölva Geir Ottesen, annan varnarjaxl, sem Víkingar vonast til að halda í og möguleika þess að Kolbeinn Sigþórsson gengi aftur í raðir Víkinga. „Gríðarlega mikilvægt fyrir klúbbinn. Mjög ánægður með hvað er enn mikið hungur eftir í honum. Mjög jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann líka, held hann sé helpeppaður fyrir næsta tímabil,“ sagði Arnar í viðtali eftir undirskriftina í dag. „Hann er ekki meiðslagjarn maður og meiðist mjög sjaldan. Hann lenti (í sumar) í fáránlegum meiðslum. Öxl þarna, missteig sig og einhverja svona vitleysu. Kári er vanalega mjög fit gaur og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Hann mun fyrst og fremst gefa okkur svo mikið. Hann hefur margt fram að færa sem fótboltamaður sem og að tala við unga leikmenn, kenna þeim. Þeir geta notið þess að vera eitt ár í viðbót, að minnsta kosti, að læra hvernig hann hagar sér innan vallar sem utan,“ svaraði Arnar er hann var spurður hvort Kári gæti alveg spilað áfram verandi orðinn 38 ára gamall. „Hann fór í aðgerð núna á dögunum, snýst núna um að komast aftur í stand og líða vel í hausnum, það er að fá traust frá sínum lækni að hann geti spilað áfram. Það var aðeins hreinsað til í hnénu á honum og vonandi verður það allt í lagi. Væri klárlega frábært að hafa hann áfram líka,“ sagði þjálfarinn um stöðuna á Sölva Geir. Að lokum var Arnar spurður hvort Víkingar væru að horfa til Svíþjóðar þar sem Kolbeinn Sigþórsson, uppalinn Víkingur, var að losna undan samning hjá úrvalsdeildarfélaginu AIK og orðrómar hafa verið uppi þess efnis að hann sé á leið heim. „Það væri geggjað ef okkur tækist að klófesta Kolbein. Hans ósk er örugglega að halda áfram úti en ef hann kemur til Íslands þá fer bara söfnun af stað í Fossvoginum og við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klófesta Kolla,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Arnar Gunnlaugs um Kára Árnason, Sölva Geir og Kolbein Sigþórsson
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45 Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. 4. desember 2020 19:45
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. 4. desember 2020 12:01