Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 14:00 Sólin sleikti toppinn á Bláfjalli í Mývatnssveit í dag í tólf stiga frosti. Rosabaugur lét einnig sjá sig. Mynd/Ragnhildir Hólm Sigurðardóttir Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig. Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01