Þetta er niðurstaða skýrslu Vísindastofnunar Bandaríkjanna, The National Academy og Sciences, sem falið var að rannsaka málið.
Rúmlega 40 starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“.
Ýmsar mögulegar skýringar hafa þó komið fram, til að mynda sú að hljóðið kæmi frá skordýrum.
Veikindi starfsmannanna komu fyrst upp árið 2016 og urðu þau meðal annars til þess að samskipti Bandaríkjanna og Kúbu fóru versnandi, en yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu meðal annars Kúbverja um að standa að baki þessu undarlega máli.
Skýrslan segir þó ekkert til um það hver það sé sem beini örbylgjunum að sendiráðinu, sem staðsett er í Havana.