Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra.

Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu.
Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun.

Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild.
Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.