Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:14 Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að fólk verði að takmarka hverja það hitti á næstunni. EPA Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. „Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
„Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47