Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 12:57 Mynd frá geimskoti SpaceX í gær. Þarna var hefðbundinni Falcon 9 eldflaug skotið út í geim. Vísir/SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00