„Maður áttaði sig ekki á því þá hvað þetta var mikið og oft yfirþyrmandi, en að sjálfsögðu stórkostlegt líka að fá að byrja ferilinn sinn svona og svona snemma.“
Á þessum tíma var Klara nemandi í Verzlunarskóla Íslands og náði hún að ljúka stúdentsprófinu samhliða þessu ævintýri. Hún rifjaði upp eftirminnilegt atvik, þegar hún svaf yfir sig eftir erfiða lærdómsnótt þegar hún átti að mæta í viðtal í Ísland í bítið sem þá var einnig sýnt í sjónvarpi.
„Ég hleyp inn í útsendingu og tek við gullplötu sem var verið að afhenda okkur í beinni útsendingu. Ég tek við gullplötunni og held á henni, fatta þá að ég er að verða of sein í próf. Ég fæ handklæði frá einhverjum sem vefur hana inn og Jónsi í Svörtum fötum skutlaði mér í skólann í stærðfræðipróf.“
Klara ræddi allt á milli himins og jarðar við þær Heiði Ósk og Ingunni Sig í þættinum Snyrtiborðið með HI beauty. Hún ræddi um Nylon árin, förðun, sínar uppáhalds snyrtivörur og sýndi svo hvað er í snyrtitöskunni sinni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hlæja að Charlies tímabilinu
Þegar kemur að snyrtivörum þá skipta innihaldsefnin Klöru miklu máli. Förðunarstíllinn hefur þróast mikið í gegnum árin. Á NYLON árunum treysti hún á þann listamann sem hún sat í stólnum hjá.

Þegar þær Klara, Alma og Steinunn urðu að hljómsveitinni Charlies þá breyttist förðunin töluvert.
„Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili, þá máluðum við okkur miklu, miklu meira. Við vorum djarfari í fatavali og rosalega mikið með gerviaugnhár.“

Klara segir að hún hafi lært á reynslunni að „less is more“ eins og sjá má á kynningarefninu fyrir sólóefnið sem hún hefur verið að gefa út síðustu vikur. Það er eitt sem er alltaf í snyrtitöskunni hjá Klöru og það er ákveðið glært varagloss.
„Ég er búin að vera húkkt á þessu í þrjú ár.“
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi.
Instagram: @the_hibeauty