Í fyrsta sinn hefur verið búin til matvælastefna fyrir Ísland, en markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi.
Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa. Í matvælastefnunni er einnig sett fram aðgerðabundin áætlun sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar.
Dagskrá:
Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra
Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu
Kynning á aðgerðaráætlun, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Örerindi:
Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda
Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum
Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel
Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar