Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Rófustappan olli niður­gangi þorrablótsgesta

Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig byggjum við fram­tíð mat­væla­iðnaðar á Ís­landi?

Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Mögu­lega hafi bakterían komist af ó­þvegnum höndum í þorra­matinn

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Innlent
Fréttamynd

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­treka að næringarráð­leggingar fela ekki í sér boð og bönn

Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur til Austin vegna út­rásar súkku­laðis­mjörsins

Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súkku­laðið verði dýrara hjá öllum um páskana

Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“

„Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ 

Innlent
Fréttamynd

MAST starfar á neyðarstigi

Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir.

Innlent
Fréttamynd

Ráða­menn uggandi vegna væntan­legrar niður­stöðu starfs­hóps

„Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“

Innlent
Fréttamynd

Haf­ró og Fiski­stofa skiluðu um­sögnum um hval­veiðar fyrir kosningar

Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Freyju og Góu blöskrar um­mæli frá Nóa Siríus

Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn.

Neytendur
Fréttamynd

Gunnars loksins selt

Myll­an-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum.

Viðskipti innlent