Sérhagsmunir í „upphæðum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Seðlabankinn Skattar og tollar Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Fjármálaeftirlitið: Einn af lærdómum fjármálahrunsins er mikilvægi þess að skýr skil séu á milli þeirra sem fara með eftirlit og þeirra sem hafa tæki til að tryggja fjármálastöðugleika. Þessi lærdómur var hunsaður að hálfu stjórnarflokkanna með samþykkt laga um Seðlabankann þar sem Fjármálaeftirlitið er sameinað Seðlabanka. Áhyggjur af mikilli orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti ekki úr lausu lofti gripnar. Skemmst er að minnast þess hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og hvernig fór í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt og í litlu landi getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum hinum norrænu ríkjunum er fjármálaeftirlitið í sjálfstæðri stofnun. Samkeppniseftirlitið: Á lokadögum síðasta þings keyrði ríkisstjórnin í gegn frumvarp sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara væri að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Stjórnarandstaðan knúði fram breytingartillögur sem drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið með lagasetningunni. En eftir stendur að með lögunum var verið að auðvelda samruna stórra fyrirtækja og fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Veiking Samkeppniseftirlitsins gengur augljóslega gegn hag almennings. Skattrannsóknarstjóri: Í gær mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi um að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og gera skattrannsóknir að deild hjá Ríkisskattsstjóra. Með því er verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í stað þess að leggja embættið niður ætti að styrkja það og veita ákæruvald til að forðast tvíverknað í kerfinu. Ríki sem við viljum bera okkur saman við eru að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar fjölmennir og rannsókn þeirra flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í minnst þremur löndum. Og svo höfum við ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að það þarf að efla rannsóknir á skattalagabrotum og fráleitt að leggja af embætti Skattrannsóknarstjóra. Þessi ráðstöfun en þó í fullkomnu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem dregur úr eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun