Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór Viðarsson spjallaði við Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvelli í dag. STÖÐ 2 SKJÁSKOT Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira