Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 18:08 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stöð 2/Friðrik Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um. „Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“ Orkumál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
„Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“
Orkumál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira