Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 22:51 Ungverskir læknar við störf á gjörgæsludeild fyrir Covid-19 sjúklinga. epa/Zoltan Balogh Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. „Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
„Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira