Klopp með undarlega samlíkingu eftir leikinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 11:01 Jürgen Klopp öskrar á leikmenn Liverpool á Craven Cottage í gær. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp tókst ekki að tala sína menn til fyrir leik á móti Fulham í gær og þurfti að öskra mikið á steinsofandi leikmenn sína fram eftir leik. Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira