Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 15:22 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum króónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Vilhelm/Þorkell Þorkellsson Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira