Burtu með biðlistana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar