Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 14:17 Fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar Íslands um málið nú fyrir skömmu að sérfræðinganefndinni hefði borist viðbótarupplýsingar frá Pfizer og BioNTech í gærkvöldi. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. Fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar Íslands um málið nú fyrir skömmu að sérfræðinganefndinni hefði borist viðbótarupplýsingar frá Pfizer og BioNTech í gærkvöldi. Ef mat á þeim gögnum gefi tilefni til verði haldinn „sérstakur viðbótarfundur“ 21. desember, þar sem vonandi verði hægt að leggja lokamat á markaðsleyfisumsóknina. Fundurinn 29. desember verði einnig haldinn, verði talinn þörf á honum. Nefndin muni ljúka mati sínu eins fljótt og auðið er „þegar gögn um gæði, öryggi og virkni bóluefnisins sýna með óyggjandi hætti að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af notkuninni.“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni að því loknu flýta allri sinni vinnu með það fyrir augum að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. Sú vinna sé fólgin í yfirlestri á þýðingum o.fl. í þeim dúr en ekki vísindalegu mati. Tekur það markaðsleyfi gildi í Evrópusambandinu við útgáfu. Hérlendis muni Lyfjastofnun að því loknu vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi sem byggi á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar ESB á sem allra skemmstum tíma. Standa vonir til að sú vinna stofnunarinnar taki aðeins fáeina daga. Þegar hefur fengist leyfi til notkunar og dreifingar Pfizer-bóluefnisins í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Byrjað er að bólusetja fyrir veirunni í löndunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Hjúkrunarfræðingur í New York fyrst til að verða bólusett í Bandaríkjunum Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. 14. desember 2020 15:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar Íslands um málið nú fyrir skömmu að sérfræðinganefndinni hefði borist viðbótarupplýsingar frá Pfizer og BioNTech í gærkvöldi. Ef mat á þeim gögnum gefi tilefni til verði haldinn „sérstakur viðbótarfundur“ 21. desember, þar sem vonandi verði hægt að leggja lokamat á markaðsleyfisumsóknina. Fundurinn 29. desember verði einnig haldinn, verði talinn þörf á honum. Nefndin muni ljúka mati sínu eins fljótt og auðið er „þegar gögn um gæði, öryggi og virkni bóluefnisins sýna með óyggjandi hætti að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af notkuninni.“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni að því loknu flýta allri sinni vinnu með það fyrir augum að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. Sú vinna sé fólgin í yfirlestri á þýðingum o.fl. í þeim dúr en ekki vísindalegu mati. Tekur það markaðsleyfi gildi í Evrópusambandinu við útgáfu. Hérlendis muni Lyfjastofnun að því loknu vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi sem byggi á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar ESB á sem allra skemmstum tíma. Standa vonir til að sú vinna stofnunarinnar taki aðeins fáeina daga. Þegar hefur fengist leyfi til notkunar og dreifingar Pfizer-bóluefnisins í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Byrjað er að bólusetja fyrir veirunni í löndunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Hjúkrunarfræðingur í New York fyrst til að verða bólusett í Bandaríkjunum Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. 14. desember 2020 15:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Hjúkrunarfræðingur í New York fyrst til að verða bólusett í Bandaríkjunum Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. 14. desember 2020 15:05