Heimsmeistararnir geta enn spilað um fimmta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 16:36 Bo Van Wetering átti flottan leik með hollenska landsliðinu í dag. EPA-EFE/BO AMSTRUP Hollensku heimsmeistararnir unnu öruggan sigur í síðasta leiknum sínum í milliriðli á EM í handbolta. Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira