Aflraunamennirnir ætla að berjast í Las Vegas í september árið 2021 en báðir eru þeir byrjaðir að æfa af fullum krafti, bæði í ræktinni sem og í boxhringnum.
Þann 16. janúar mun Fjallið berjast gegn Steven Ward. Ward er Englendingur sem er atvinnuboxari en hann hefur barist fjórtán sinnum á ferlinum. Hann mun fljúga heim til Íslands og berjast við Fjallið.
Í nýjasta myndbandinu má sjá Hafþór taka vel á því í boxhringnum en þar fá þeir 500 þúsund fylgjendur Hafþórs á YouTube að fylgjast með. Þar skýtur hann aðeins á Englendinginn Eddie.
Þar segir Hafþór að hann sé að berjast af alvöru en ekki eftirlíking af bardaga. Skotin hafa gengið á milli þeirra „félaga“ og ljóst að þau munu halda áfram þangað til þeir mætast í Las Vegas.