Þrautraunir konu á stefnumótaforritum Jónína Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2020 09:00 Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Ástin og lífið Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun