„Ég tel að okkur hafi mistekist“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 08:11 Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, segir agalegt að margir hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja sína nánustu vegna kórónuveirunnar. Getty Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19. Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19.
Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47