Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. desember 2020 14:00 Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun