Verður 2021 ár byltingar kvenna á landsbyggðinni? Annas Jón Sigmundsson skrifar 19. desember 2020 09:00 Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar