Morðingi Grace Millane sakfelldur fyrir fleiri árásir gegn konum Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 07:37 Jesse Kempton komst í kynni við flestar konurnar í gegnum stefnumótaforrit. AP Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum. BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00