Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 13:42 Elon Musk sagðist hafa hugsað sér að selja Tesla á um einn tíunda þess sem fyrirtækið er virði í dag. AP/Hannibal Hanschke Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera. Tesla Apple Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera.
Tesla Apple Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira