Fagna samningnum sem verður kynntur í dag Sylvía Hall skrifar 25. desember 2020 11:54 Boris Johnson og Ursula von der Leyen ræða saman á fjarfundi í gær. Getty/Andres Parsons Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi. Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári. Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári.
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira