Haft er eftir saksóknara á vef breska ríkisútvarpsins að meðlimir glæpagengja gætu borið ábyrgð á árásinni. Ekki er vitað hve margir árásarmennirnir eru.

Teymi lögreglunnar sem rannsakar mannsdráp fer með rannsókn málsins. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu barst tilkynning frá almennum borgurum sem höfðu heyrt skotkvelli laust eftir klukkan fjögur í nótt að staðartíma.
Á ljósmyndum af vettvangi má sjá hvernig skemmdir hafa orðið eftir byssukúlur við inngang byggingar sem stendur andspænis höfuðstöðvum Sósíaldemókrataflokksins (SPD).
Lögregla kveðst ekki hafa upplýsingar um hversu margir árásarmenn hafi verið að verki.