Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 17:12 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirspurna fjölmiðla. Um er að ræða svokallað dagbók lögreglu sem fjölmiðlar fá senda á hverjum morgni. Þar er farið yfir helstu verkefni lögreglu síðastliðinn sólarhring. Að morgni aðfangadags var slíkur póstur sendur á fjölmiðla þar sem fjallað var um umrætt samkvæmi í Ásmundarsal og vitnað orðrétt upp úr skýrslu lögreglu sem fór á vettvang. Í henni var tekið fram að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í umræddu samkvæmi. Fjölmiðlar sendu fyrirspurnir á ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem neituðu einn af öðrum fyrir að hafa verið í samkvæminu. Vísir hafði heimildir fyrir því að Bjarni hefði verið umræddur ráðherra. Skömmu síðar greindi hann sjálfur frá því á Facebook-síðu sinni þar sem baðst afsökunar á veru sinni í samkvæminu. Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá lögreglu í dag er tekið fram að vinnureglan sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir eru sendir hverju sinni. Það hafi farist fyrir á aðfangadag og verður málið skoðað að sögn lögreglu. Tilkynninguna í heild má sjá hér fyrir neðan: Vegna fyrirspurna fjölmiðla um tölvupóst sem þeim barst frá embættinu snemma á aðfangadag skal þess getið að vinnureglan er sú að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í samantektinni, sem var send fjölmiðlum á aðfangadag, fórst það fyrir. Ef misbrestur verður á framansögðu er það ávallt skoðað til hlítar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirspurna fjölmiðla. Um er að ræða svokallað dagbók lögreglu sem fjölmiðlar fá senda á hverjum morgni. Þar er farið yfir helstu verkefni lögreglu síðastliðinn sólarhring. Að morgni aðfangadags var slíkur póstur sendur á fjölmiðla þar sem fjallað var um umrætt samkvæmi í Ásmundarsal og vitnað orðrétt upp úr skýrslu lögreglu sem fór á vettvang. Í henni var tekið fram að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í umræddu samkvæmi. Fjölmiðlar sendu fyrirspurnir á ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem neituðu einn af öðrum fyrir að hafa verið í samkvæminu. Vísir hafði heimildir fyrir því að Bjarni hefði verið umræddur ráðherra. Skömmu síðar greindi hann sjálfur frá því á Facebook-síðu sinni þar sem baðst afsökunar á veru sinni í samkvæminu. Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá lögreglu í dag er tekið fram að vinnureglan sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir eru sendir hverju sinni. Það hafi farist fyrir á aðfangadag og verður málið skoðað að sögn lögreglu. Tilkynninguna í heild má sjá hér fyrir neðan: Vegna fyrirspurna fjölmiðla um tölvupóst sem þeim barst frá embættinu snemma á aðfangadag skal þess getið að vinnureglan er sú að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í samantektinni, sem var send fjölmiðlum á aðfangadag, fórst það fyrir. Ef misbrestur verður á framansögðu er það ávallt skoðað til hlítar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50