Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 08:00 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. Fyrstu bólusetningar í mörgum aðildarríkjum verða framkvæmdar á hjúkrunarheimilum í því skyni að vernda viðkvæmustu hópana. EPA/MARTIN DIVISEK Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn. Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn.
Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02