Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 23:14 Sérsveitarmaðurinn Duke Webb er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana og sært þrjá. Vísir/AP/Getty Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina. Duke Webb hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og þrjár tilraunir til morðs. Þeir sem dóu voru 73, 65 og 69 ára gamlir. Fjórtán ára drengur fékk skot í andlitið og sextán ára stúlka fékk skot í öxlina. Þar að auki er 62 ára maður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn margsinnis. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, er ekki vitað til þess að Webb þekki nokkurn þeirra sem hann mun hafa skotið og er talið að árásin hafi verið af handahófi, eins og áður hefur komið fram. Árásin fór fram í Don Carter Lanes keiluhöllinni í Rockford í Illinois. Keilubrautirnar voru lokaða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en veitingastaður þar inni var opinn. Webb er sagður hafa gengið þar inn á laugardaginn og hafið skothríð en um 25 manns voru á veitingastaðnum. Einhverjir voru skotnir fyrir utan bygginguna. Lögreglan segir að skjót viðbrögð lögregluþjóna hafi líklega bjargað mannslífum. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi Webb að fela byssu sína en hann var handtekinn án átaka. Ekki er vitað hvað Webb var að gera í Illinois, þar sem hann býr í Flórída. Þá liggur tilefni morðanna ekki fyrir heldur. Á þessu ári hafa 35 manns verið myrtir í Rockford, þar sem um 170 þúsund manns búa. Það er met en næst hæsta talan er 31 og var það árið 1996. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Duke Webb hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og þrjár tilraunir til morðs. Þeir sem dóu voru 73, 65 og 69 ára gamlir. Fjórtán ára drengur fékk skot í andlitið og sextán ára stúlka fékk skot í öxlina. Þar að auki er 62 ára maður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn margsinnis. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, er ekki vitað til þess að Webb þekki nokkurn þeirra sem hann mun hafa skotið og er talið að árásin hafi verið af handahófi, eins og áður hefur komið fram. Árásin fór fram í Don Carter Lanes keiluhöllinni í Rockford í Illinois. Keilubrautirnar voru lokaða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en veitingastaður þar inni var opinn. Webb er sagður hafa gengið þar inn á laugardaginn og hafið skothríð en um 25 manns voru á veitingastaðnum. Einhverjir voru skotnir fyrir utan bygginguna. Lögreglan segir að skjót viðbrögð lögregluþjóna hafi líklega bjargað mannslífum. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi Webb að fela byssu sína en hann var handtekinn án átaka. Ekki er vitað hvað Webb var að gera í Illinois, þar sem hann býr í Flórída. Þá liggur tilefni morðanna ekki fyrir heldur. Á þessu ári hafa 35 manns verið myrtir í Rockford, þar sem um 170 þúsund manns búa. Það er met en næst hæsta talan er 31 og var það árið 1996.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira