Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:27 Morgan Johansson hefur gengist við því að hafa gert mistök. epa/Salvatore Di Nolfi Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira