„Það var bara ekki sérstök stemning fyrir því“ að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:51 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaðu Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að þing komi saman til fundar á morgun líkt og þingmenn stjórnarandstöðu höfðu kallað eftir. Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25
Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03
Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51